Skilað og skipt

Skilmálar fyrir skil og skipti

Við viljum að þú sért ánægð/ur með kaupin þín. Ef varan hentar ekki eða þú vilt skipta henni, bjóðum við upp á eftirfarandi skilmála:

Skil 14 daga frá móttöku.
Varan verður að vera ónotuð, óþvegin og í upprunalegu ástandi, með öllum merkjum og umbúðum.

Skipti Innan 14 daga.


Ef varan er hinsvegar ekki eins og á að vera, vinsamlegast hafið samband sem fyrst og við græjum málið.

Collapsible content

VIÐSKIPTASKILMÁLAR

Upplýsingar um seljanda:
Rider ehf, kt. 440907-0160, virðisaukaskattsnúmer: 95479 og gilda skilmálar þessir um sölu á vörum og þjónustu til neytenda. Um skilmála þessa er fjallað í lögum um neytendakaup. 
Skilmálar þessir eru einungis fáanlegir á íslensku.

Verð, skattar og gjöld:
Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Meðferð persónuupplýsinga:
Vísað er til persónuverndarstefnu félagsins sem finna má á vefsíðu okkar. 

Vöruskil á ógölluðum vörum:
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé kassakvittun eða 
sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera 
ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta (kreditreikningur) eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan gildir í eitt ár frá útgáfudegi og er gild við almenn vörukaup. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Eignarréttarfyrirvari:
Hið selda er eign seljanda þar til verðið er greitt að fullu, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga um 
samningsveð nr. 75/1997. Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísunum afnema ekki eignarréttinn fyrr en full greiðsla hefur borist.

Ábyrgðarskilmálar:
Ábyrgð vegna galla á vöru er til samræmis við lög um neytendakaup nr. 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga. Almennur kvörtunarfrestur er 2 ár frá kaupdagsetningu. Ef um er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu, sbr. lög um lausafjárkaup nr. 50/2000.
Sölureikningur vörunnar er ábyrgðarskírteini hennar. Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar. Kaupandi þarf sjálfur að standa straum af kostnaði við að koma gallaðri vöru til viðgerðar og sækja hana úr viðgerð.

Takmörkun á ábyrgð:
Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á vörunni. Með því að versla vöru eða þjónustu hjá Rider
ehf. eða í netverslunum fyrirtækisins staðfestir kaupandi að ábyrgðarþjónusta hvort sem um vinnu eða vöru er að ræða miðast alltaf við upprunalegt verð þeirrar vöru sem ábyrgðin tekur til. Rider ehf. er ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgt fyrir afleiddu tjóni sem notkun á vöru eða galli á henni kann að valda hvort sem um beint eða óbeint tjón er að ræða eða tap á söluhagnaði.

Viðskiptaskilmálar þessir tóku gildi 5. júní 2025.